Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi 17. mars 2011 05:45 Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira