Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum 17. mars 2011 01:00 Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira