Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi 17. mars 2011 07:00 stefán Þór Þorgeirsson Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið.fréttablaðið/valli „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira