Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga 17. mars 2011 06:30 Mörður Árnason Mikilvægt er að skattborgararnir borgi ekki allt saman eftir að áætlanir bíða skipbrot, segir Mörður Árnason um Vaðlaheiðargöng.Fréttablaðið/Auðunn Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira