Ráðuneyti í vanskilum vegna samninga 18. mars 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira