Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús 18. mars 2011 07:00 Nýbyggingar risnar úr öskunni Húsin í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin.Fréttablaðið/GVA Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira