Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús 18. mars 2011 07:00 Nýbyggingar risnar úr öskunni Húsin í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin.Fréttablaðið/GVA Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira