Draumurinn rættist 18. mars 2011 04:00 Góður dagur Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn var.Mynd úr einkasafni Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira