Var höfðinu hærri en flestir 23. mars 2011 16:34 Magni fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992. „Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun Fermingar Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun
Fermingar Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira