Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ 30. mars 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent