Ekkert leiðinlegt lag 5. apríl 2011 20:30 The Strokes er mikilvægasta hljómsveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út. Stenst hún væntingar? Stutta svarið er: „Já". Langa svarið kemur hér fyrir neðan. Angles er að flestu leyti plata sem mátti búast við frá Strokes. Hljómurinn er svipaður og áður, lögin eru í svipuðum stíl, skemmtileg, fersk, áreynslulaus. Hljómsveitin reynir ekki að finna upp hjólið, fer oft troðnar slóðir, en bregður sér einstaka sinnum út fyrir rammann með góðum árangri. Útúrdúrinn felst oftast í rafrænum æfingum með hljóðgervlum, sem eru yfirleitt mjög vel heppnaðar.Julian Casablancas og Albert Hammond Jr. á tónleikum síðasta haust.Plötunni er í rauninni skipt í tvennt. Annar hlutinn samanstendur af hefðbundnu Strokes-lögunum; taktfastir rokkslagarar með skemmtilegum gítaræfingum og frábærum söng Julians Casablancas. Hinn hlutinn samanstendur af furðulegri lögum innblásnum af níunda áratug síðustu aldar með drungalegu andrúmslofti og frábærum söng Julians Casablancas. Angles er frábær plata. Hún er heilsteypt, en lögin Machu Picchu, Two Kinds of Happiness, Games og smáskífulagið Under Cover of Darkness standa upp úr. Þá er hið drungalega Metabolism alveg frábært rétt eins og lokalagið Life Is Simple in the Moonlight (hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan). Ekkert leiðinlegt lag, þótt þau séu ekki öll meistaraverk. Tíðar fréttir af ósætti innan The Strokes hafa greinilega lítið að segja um ávexti samvinnu hljómsveitarinnar, sem er í hörkuformi. Það er mars og við erum mögulega búin að finna plötu ársins. - afb Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
The Strokes er mikilvægasta hljómsveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út. Stenst hún væntingar? Stutta svarið er: „Já". Langa svarið kemur hér fyrir neðan. Angles er að flestu leyti plata sem mátti búast við frá Strokes. Hljómurinn er svipaður og áður, lögin eru í svipuðum stíl, skemmtileg, fersk, áreynslulaus. Hljómsveitin reynir ekki að finna upp hjólið, fer oft troðnar slóðir, en bregður sér einstaka sinnum út fyrir rammann með góðum árangri. Útúrdúrinn felst oftast í rafrænum æfingum með hljóðgervlum, sem eru yfirleitt mjög vel heppnaðar.Julian Casablancas og Albert Hammond Jr. á tónleikum síðasta haust.Plötunni er í rauninni skipt í tvennt. Annar hlutinn samanstendur af hefðbundnu Strokes-lögunum; taktfastir rokkslagarar með skemmtilegum gítaræfingum og frábærum söng Julians Casablancas. Hinn hlutinn samanstendur af furðulegri lögum innblásnum af níunda áratug síðustu aldar með drungalegu andrúmslofti og frábærum söng Julians Casablancas. Angles er frábær plata. Hún er heilsteypt, en lögin Machu Picchu, Two Kinds of Happiness, Games og smáskífulagið Under Cover of Darkness standa upp úr. Þá er hið drungalega Metabolism alveg frábært rétt eins og lokalagið Life Is Simple in the Moonlight (hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan). Ekkert leiðinlegt lag, þótt þau séu ekki öll meistaraverk. Tíðar fréttir af ósætti innan The Strokes hafa greinilega lítið að segja um ávexti samvinnu hljómsveitarinnar, sem er í hörkuformi. Það er mars og við erum mögulega búin að finna plötu ársins. - afb
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira