Innlent

Samskiptin batna ekki með nei-i

Samningur kynntur Lee C. Buchheit, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í síðustu lotu Icesave-deilunnar segir dómstólaleið áhættusama.Fréttablaðið/Valli
Samningur kynntur Lee C. Buchheit, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í síðustu lotu Icesave-deilunnar segir dómstólaleið áhættusama.Fréttablaðið/Valli
Mat Lees C. Buchheit, formanns íslensku samninganefndarinnar, er að ómældur hliðarkostnaður geti verið í því falinn að hafa Icesave-deiluna óleysta yfir höfði þjóðarinnar. Er þá ekki litið til áhættunnar af því að málið gæti tapast „með skelfilegum afleiðingum" að hans mati.

Þetta kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Buchheit í desember síðastliðnum skömmu eftir að samninganefndin kynnti nýjan Icesave-samning.

Buchheit sagðist telja samningaleiðina þá réttu, ekki dómstólaleiðina. Eins sagði hann ljóst að með fyrirliggjandi samningi væri samningaleiðin fullreynd. Ríkisstjórnir Breta og Hollendinga gætu ekki farið fram á að skattgreiðendur í þeim löndum niðurgreiddu lán til Íslendinga vegna Icesave.

Í viðtali við Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmann og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni, sem Fréttablaðið birti í febrúarbyrjun, kom jafnframt fram að jafnvel þótt mál ynnist fyrir EFTA-dómstóli gæti falist í því kostnaður fyrir þjóðina.

„Það þarf auðvitað að reka málið og standa í þessum útistöðum í einhvern tíma í viðbót. Og það hefur í það minnsta ekki jákvæð áhrif fyrir Ísland," sagði hann þá og áréttaði um leið að fyrirséður kostnaður við nýja Icesave-samninginn væri bara brot af kostnaði sem hlotist gæti af töpuðu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×