Innlent

Beitið skussana dagsektum

Algeng sjón Viðhaldi sumra húsa í miðborginni er lítt sinnt.
Algeng sjón Viðhaldi sumra húsa í miðborginni er lítt sinnt.
Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur segja í bréfi til borgaryfirvalda að ótækt sé „að tilteknir eigendur fasteigna fari þannig að ráði sínu að tjón hljótist á eignum annarra eigenda í nágrenninu“.

Andstætt sé hagsmunum nágranna og almennings ef það viðgangist að „óreiðuhús“ fái að drabbast niður og samtökin vilji að ekki verði „hikað við að beita heimild til dagsekta til að knýja húseigendur til að halda húsum í viðunandi ástandi“.

Í bréfi sem samtökin sendu þáverandi formanni skipulagsráðs í febrúar í fyrra var stungið upp á því að ef ekki yrði brugðist við gæti borgin eignast viðkomandi húseignir og „síðan úthlutað þeim til þeirra sem áhuga hafa á að eignast þær og lagfæra“.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×