Ekkert minnst á Helguvík 1. apríl 2011 04:00 Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Í kafla um orku- og iðnaðarmál er fjallað um verkefni sem farin eru af stað og sagt að fleiri séu í undirbúningi. Þar er einungis nefnt að Landsvirkjun muni halda áfram rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar, sem gætu í besta falli numið 70 til 80 milljörðum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kaflann rýran. Svo virðist sem stjórnvöld séu að reyna að tala sig í kringum álver í Helguvík. „Við viljum sjá miklu ákveðnar fjallað um stórar fjárfestingar í atvinnulífinu heldur en þarna er gert,“ segir Vilhjálmur. Hann líti á þessi drög sem byrjun á viðræðunum. Hvergi er heldur minnst á sjávarútvegsmál, sem Vilhjálmur telur ótækt þótt hann hafi ekki átt von á öðru að svo stöddu. Ekki tjái að ræða atvinnumál og hunsa sjávarútveginn. „Ef við færum að skilja hann eftir væri það eins og að ætla að fara af stað í langferð á bíl með þremur hjólum,“ segir hann. Vilhjálmur fundaði um drögin í gærkvöldi með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins. Viðbúið er að þau taki töluverðum breytingum þegar viðræður halda áfram næstu daga.- sh Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Í kafla um orku- og iðnaðarmál er fjallað um verkefni sem farin eru af stað og sagt að fleiri séu í undirbúningi. Þar er einungis nefnt að Landsvirkjun muni halda áfram rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar, sem gætu í besta falli numið 70 til 80 milljörðum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kaflann rýran. Svo virðist sem stjórnvöld séu að reyna að tala sig í kringum álver í Helguvík. „Við viljum sjá miklu ákveðnar fjallað um stórar fjárfestingar í atvinnulífinu heldur en þarna er gert,“ segir Vilhjálmur. Hann líti á þessi drög sem byrjun á viðræðunum. Hvergi er heldur minnst á sjávarútvegsmál, sem Vilhjálmur telur ótækt þótt hann hafi ekki átt von á öðru að svo stöddu. Ekki tjái að ræða atvinnumál og hunsa sjávarútveginn. „Ef við færum að skilja hann eftir væri það eins og að ætla að fara af stað í langferð á bíl með þremur hjólum,“ segir hann. Vilhjálmur fundaði um drögin í gærkvöldi með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins. Viðbúið er að þau taki töluverðum breytingum þegar viðræður halda áfram næstu daga.- sh
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira