Brast í grát eftir synjunina 1. apríl 2011 07:00 Pryianka Thapa. „Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira