Heitt og hrátt hjá Ghostface Trausti Júlíusson skrifar 4. apríl 2011 00:01 Ghostface Killa var í miklu stuði á Nasa og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar hann flutti lagið Shimmy Shimmy Ya í minningu ODB. Tónleikar Ghostface Killah. Nasa, 2. apríl „Við erum ekki Ghostface Killah, hann kemur á eftir, en við ætlum að taka nokkur lög,“ sagði Sindri í Sin Fang þegar sveitin var nýkomin á svið. Sin Fang skar sig úr dagskránni á Nasa á laugardagskvöldið, en þó að einhverjir hip-hop hausar í salnum hafi verið ósáttir og farið að hrópa „Wu-Tang!" í miðju lagi þá tók sveitin þetta af festu og skilaði fínu setti. Það fjölgaði jafn og þétt í salnum og stemningin var orðin fín þegar 1985 með þeim Dóra DNA og Danna Deluxxx tók sviðið. Þeir hafa ekki haft sig mikið í frammi undanfarið, en hafa engu gleymt. Kraftmikið og flott. Þegar þeir höfðu lokið sér af komu DJ Fingaz og rapparinn Young De og tóku nokkra hip-hop slagara. Þeir hafa báðir komið fram með stórum nöfnum eins og Xzibit og Cypress Hill og fengu ágætar móttökur, en þetta var klárlega uppfyllingarefni og upphitun fyrir Ghostface sjálfan. Biðin eftir honum dróst nokkuð á langinn, en þegar hann mætti á sviðið klukkan að verða þrjú ásamt plötusnúð og tveimur röppurum varð allt vitlaust. Ghostface er úr innsta kjarna Wu-Tang klansins og er enn að gera fína hluti. Nýja platan hans, Apollo Kids, er til dæmis ekkert slor þó að hún nái ekki sömu hæðum og Supreme Clientele eða Fishscale. Á tónleikum er tónlist Ghostface hrárri og einfaldari heldur en á plötunum, en flæðið og þessi frábæra rödd sem er hans aðalsmerki njóta sín til fulls. Ghostface náði góðu sambandi við áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Þegar þrjár dansandi stelpur voru allt í einu komnar upp á svið sagði rapparinn: „Við þurfum fleiri stelpur" og sviðið bókstaflega troðfylltist! Hápunktur kvöldsins var þegar Ghostface tók lagið Shimmy Shimmy Ya í minningu félaga síns ODB og hver kjaftur í salnum tók undir í viðlaginu „Ooh Baby, I Like It Raw!". Þó að stemningin hafi verið fín þá fækkaði nokkuð þegar leið á. Hörðustu hip-hop aðdáendurnir voru ekkert að fara neitt, en boðsgestir frá Reykjavík Fashion Festival tíndust út og eftir klukkutíma á sviðinu ákvað Ghostface að það væri komið nóg. Svolítið snubbóttur endir á annars frábærum tónleikum. Tónleikarnir á Reykjavík Fashion Festival eru búnir að festa sig í sessi sem ómissandi þáttur í tónleikahaldi í höfuðborginni á vordögum. Í fyrra var það Peaches og núna Ghostface. Maður bíður spenntur eftir næstu hátíð! Niðurstaða: Wu-Tang meðlimurinn Ghostface Killah brást ekki aðdáendum sínum á fínum tónleikum á Nasa á laugardagskvöldið. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Ghostface Killah. Nasa, 2. apríl „Við erum ekki Ghostface Killah, hann kemur á eftir, en við ætlum að taka nokkur lög,“ sagði Sindri í Sin Fang þegar sveitin var nýkomin á svið. Sin Fang skar sig úr dagskránni á Nasa á laugardagskvöldið, en þó að einhverjir hip-hop hausar í salnum hafi verið ósáttir og farið að hrópa „Wu-Tang!" í miðju lagi þá tók sveitin þetta af festu og skilaði fínu setti. Það fjölgaði jafn og þétt í salnum og stemningin var orðin fín þegar 1985 með þeim Dóra DNA og Danna Deluxxx tók sviðið. Þeir hafa ekki haft sig mikið í frammi undanfarið, en hafa engu gleymt. Kraftmikið og flott. Þegar þeir höfðu lokið sér af komu DJ Fingaz og rapparinn Young De og tóku nokkra hip-hop slagara. Þeir hafa báðir komið fram með stórum nöfnum eins og Xzibit og Cypress Hill og fengu ágætar móttökur, en þetta var klárlega uppfyllingarefni og upphitun fyrir Ghostface sjálfan. Biðin eftir honum dróst nokkuð á langinn, en þegar hann mætti á sviðið klukkan að verða þrjú ásamt plötusnúð og tveimur röppurum varð allt vitlaust. Ghostface er úr innsta kjarna Wu-Tang klansins og er enn að gera fína hluti. Nýja platan hans, Apollo Kids, er til dæmis ekkert slor þó að hún nái ekki sömu hæðum og Supreme Clientele eða Fishscale. Á tónleikum er tónlist Ghostface hrárri og einfaldari heldur en á plötunum, en flæðið og þessi frábæra rödd sem er hans aðalsmerki njóta sín til fulls. Ghostface náði góðu sambandi við áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Þegar þrjár dansandi stelpur voru allt í einu komnar upp á svið sagði rapparinn: „Við þurfum fleiri stelpur" og sviðið bókstaflega troðfylltist! Hápunktur kvöldsins var þegar Ghostface tók lagið Shimmy Shimmy Ya í minningu félaga síns ODB og hver kjaftur í salnum tók undir í viðlaginu „Ooh Baby, I Like It Raw!". Þó að stemningin hafi verið fín þá fækkaði nokkuð þegar leið á. Hörðustu hip-hop aðdáendurnir voru ekkert að fara neitt, en boðsgestir frá Reykjavík Fashion Festival tíndust út og eftir klukkutíma á sviðinu ákvað Ghostface að það væri komið nóg. Svolítið snubbóttur endir á annars frábærum tónleikum. Tónleikarnir á Reykjavík Fashion Festival eru búnir að festa sig í sessi sem ómissandi þáttur í tónleikahaldi í höfuðborginni á vordögum. Í fyrra var það Peaches og núna Ghostface. Maður bíður spenntur eftir næstu hátíð! Niðurstaða: Wu-Tang meðlimurinn Ghostface Killah brást ekki aðdáendum sínum á fínum tónleikum á Nasa á laugardagskvöldið.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira