Fittar eins og flís við rass Trausti Júlíusson skrifar 7. apríl 2011 12:15 Tónlist Hugboð um vandræði Megas og Senuþjófarnir Megas hefur unnið með mörgum flottum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hljómsveitirnar Júdas, Spilverk þjóðanna, Nýdönsk, Íkarus og Hættuleg hljómsveit eru bara nokkrar þeirra. Samstarfið hefur þó sjaldnast enst lengi, sem er neikvætt (það hefði verið gaman að fá framhald af Á bleikum náttkjólum eða Millilendingu!) en líka jákvætt vegna þess að þessar tíðu breytingar hafa orðið til þess að ferill Megasar er mjög fjölbreyttur tónlistarlega. Undantekningin frá reglunni er Senuþjófarnir, sem í grunninn er hljómsveitin Hjálmar. Hugboð um vandræði er fimmta platan sem Megas gerir með þeim á fjórum árum og efni á sjöttu plötuna er víst langt komið. Það hljóp að vísu snurða á þráðinn í samstarfinu í árslok 2009, en menn féllust í faðma á nýjan leik fyrir stuttu og skelltu sér beint í hljóðver og tóku upp fullt af lögum. Sautján þeirra eru á Hugboð um vandræði.Megas og Senuþjófarnir. Mynd/ValliEins og fyrri plötur Megasar með Senuþjófunum er Hugboð um vandræði fín Megasarplata. Kiddi og hinir þjófarnir vita greinilega alveg hvernig á að krydda og kokka Megasarlög til þess að þau komi vel út. Tónlistin er nokkuð fjölbreytt, allt frá léttleikandi poppi yfir í kántrí og rokk, en heildarsvipurinn fæst með sándinu og hljóðfæraskipaninni (gítar og orgel eru áberandi). Svo er röddin alltaf framarlega þannig að söngur og textar Megasar njóta sín sérstaklega vel. Og það skiptir auðvitað ekki minnstu máli. Það er tvennt óvenjulegt við Hugboð um vandræði. Í fyrsta lagi er eitt laganna á ensku, Virgo Beatissima. Það mun vera annað lagið á ensku sem kemur út á plötu með Megasi. Það fyrra var á kvikmyndaplötunni Fálkar. Ágæt tilraun, en íslenska er klárlega mál Megasar. Í öðru lagi eru fjórir textanna á plötunni eftir Þorvald Þorsteinsson, úr leikritinu Lífið – notkunarreglur. Þeir passa ágætlega inn í heildina. Hugboð um vandræði er fyrirtaks Megasarplata. Hún er ekki alveg jafn sterk og meistaraverkið Frágangur, en hún er litlu síðri. Í textunum er komið víða við. Kúkur í flagi og Kúkur sjúgandi ramma plötuna inn og svo vísar Megas út og suður að vanda, meðal annars í sjálfan sig í laginu Ekkert er andstyggilegra, sem er eitt af bestu plötunnar. Það er líka gaman að fá íslenska honkítonkið 17. júní (hann á afmæli í dag) loksins á plötu. Á heildina litið er Hugboð um vandræði flott plata sem sýnir að Megas fellur að Senuþjófunum eins og flís við rass. Niðurstaða: Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Hugboð um vandræði Megas og Senuþjófarnir Megas hefur unnið með mörgum flottum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hljómsveitirnar Júdas, Spilverk þjóðanna, Nýdönsk, Íkarus og Hættuleg hljómsveit eru bara nokkrar þeirra. Samstarfið hefur þó sjaldnast enst lengi, sem er neikvætt (það hefði verið gaman að fá framhald af Á bleikum náttkjólum eða Millilendingu!) en líka jákvætt vegna þess að þessar tíðu breytingar hafa orðið til þess að ferill Megasar er mjög fjölbreyttur tónlistarlega. Undantekningin frá reglunni er Senuþjófarnir, sem í grunninn er hljómsveitin Hjálmar. Hugboð um vandræði er fimmta platan sem Megas gerir með þeim á fjórum árum og efni á sjöttu plötuna er víst langt komið. Það hljóp að vísu snurða á þráðinn í samstarfinu í árslok 2009, en menn féllust í faðma á nýjan leik fyrir stuttu og skelltu sér beint í hljóðver og tóku upp fullt af lögum. Sautján þeirra eru á Hugboð um vandræði.Megas og Senuþjófarnir. Mynd/ValliEins og fyrri plötur Megasar með Senuþjófunum er Hugboð um vandræði fín Megasarplata. Kiddi og hinir þjófarnir vita greinilega alveg hvernig á að krydda og kokka Megasarlög til þess að þau komi vel út. Tónlistin er nokkuð fjölbreytt, allt frá léttleikandi poppi yfir í kántrí og rokk, en heildarsvipurinn fæst með sándinu og hljóðfæraskipaninni (gítar og orgel eru áberandi). Svo er röddin alltaf framarlega þannig að söngur og textar Megasar njóta sín sérstaklega vel. Og það skiptir auðvitað ekki minnstu máli. Það er tvennt óvenjulegt við Hugboð um vandræði. Í fyrsta lagi er eitt laganna á ensku, Virgo Beatissima. Það mun vera annað lagið á ensku sem kemur út á plötu með Megasi. Það fyrra var á kvikmyndaplötunni Fálkar. Ágæt tilraun, en íslenska er klárlega mál Megasar. Í öðru lagi eru fjórir textanna á plötunni eftir Þorvald Þorsteinsson, úr leikritinu Lífið – notkunarreglur. Þeir passa ágætlega inn í heildina. Hugboð um vandræði er fyrirtaks Megasarplata. Hún er ekki alveg jafn sterk og meistaraverkið Frágangur, en hún er litlu síðri. Í textunum er komið víða við. Kúkur í flagi og Kúkur sjúgandi ramma plötuna inn og svo vísar Megas út og suður að vanda, meðal annars í sjálfan sig í laginu Ekkert er andstyggilegra, sem er eitt af bestu plötunnar. Það er líka gaman að fá íslenska honkítonkið 17. júní (hann á afmæli í dag) loksins á plötu. Á heildina litið er Hugboð um vandræði flott plata sem sýnir að Megas fellur að Senuþjófunum eins og flís við rass. Niðurstaða: Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira