Popp í sígildum stíl Trausti Júlíusson skrifar 4. maí 2011 21:00 Héðan í frá með Karli Hallgrímssyni. Tónlist Héðan í frá. Karl Hallgrímsson Héðan í frá er fyrsta plata Karls Hallgrímssonar. Á henni eru átta frumsamin lög og textar, auk titillagsins sem er eftir Lisu Gutkin. Hún samdi upphaflega lagið við texta Woody Guthrie, en Karl gerði nýjan texta byggðan á texta Guthries. Platan er tekin upp á Akureyri undir stjórn Orra Harðarsonar sem útsetur lögin með Karli, en einvala lið hljóðfæraleikara spilar á Héðan í frá, þar á meðal Pálmi Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson og Hjörleifur Valsson. Tónlistin á Héðan í frá er íslenskt popp í rólegri kantinum, með smá blús- og þjóðlagakeim. Það má greina áhrif frá ýmsum af stærstu nöfnum íslenskrar poppsögu bæði í lagasmíðunum og útsetningunum, til dæmis frá Magnúsi Eiríkssyni, KK, Bubba og hljómsveitum eins og Spilverkinu eða Melchoir. Héðan í frá er býsna góð frumraun. Lög og textar eru ágæt, útsetningar fjölbreyttar og smekklegar og hljómurinn fínn. Það er ekki verið að fara ótroðnar slóðir hér, en þetta er gæðagripur í sígildum íslenskum poppstíl. Héðan í frá verður að gera ráð fyrir Karli Hallgrímssyni. Niðurstaða: Blús- og þjóðlagaskotið íslenskt popp frá hæfileikaríkum nýliða. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Héðan í frá. Karl Hallgrímsson Héðan í frá er fyrsta plata Karls Hallgrímssonar. Á henni eru átta frumsamin lög og textar, auk titillagsins sem er eftir Lisu Gutkin. Hún samdi upphaflega lagið við texta Woody Guthrie, en Karl gerði nýjan texta byggðan á texta Guthries. Platan er tekin upp á Akureyri undir stjórn Orra Harðarsonar sem útsetur lögin með Karli, en einvala lið hljóðfæraleikara spilar á Héðan í frá, þar á meðal Pálmi Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson og Hjörleifur Valsson. Tónlistin á Héðan í frá er íslenskt popp í rólegri kantinum, með smá blús- og þjóðlagakeim. Það má greina áhrif frá ýmsum af stærstu nöfnum íslenskrar poppsögu bæði í lagasmíðunum og útsetningunum, til dæmis frá Magnúsi Eiríkssyni, KK, Bubba og hljómsveitum eins og Spilverkinu eða Melchoir. Héðan í frá er býsna góð frumraun. Lög og textar eru ágæt, útsetningar fjölbreyttar og smekklegar og hljómurinn fínn. Það er ekki verið að fara ótroðnar slóðir hér, en þetta er gæðagripur í sígildum íslenskum poppstíl. Héðan í frá verður að gera ráð fyrir Karli Hallgrímssyni. Niðurstaða: Blús- og þjóðlagaskotið íslenskt popp frá hæfileikaríkum nýliða.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið