Aukin hætta af kvikasilfri 9. maí 2011 03:00 Hlýnun jarðar veldur því að kvikasilfursmengun verður hættulegri en ella.nordicphotos/AFP Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira