Aukin hætta af kvikasilfri 9. maí 2011 03:00 Hlýnun jarðar veldur því að kvikasilfursmengun verður hættulegri en ella.nordicphotos/AFP Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira