Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði 10. maí 2011 00:30 Ánægður leiðtogi Alex Salmond ætlar ekki að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt hann hafi nú meirihluta til þess á þingi. nordicphotos/AFP Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira