Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði 10. maí 2011 00:30 Ánægður leiðtogi Alex Salmond ætlar ekki að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt hann hafi nú meirihluta til þess á þingi. nordicphotos/AFP Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira