Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli 10. maí 2011 07:00 Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira