Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum 10. maí 2011 06:30 Hreindýr Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRéttablaðið/Vilhelm Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira