Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum 10. maí 2011 06:30 Hreindýr Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRéttablaðið/Vilhelm Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira