Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota 11. maí 2011 05:00 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft undan við rannsóknir á öllum þeim fjölda ofbeldisbrota sem kærð hafa verið til hennar á undanförnum mánuðum. Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira