Heilsteypt steypa Elísabet Brekkan skrifar 11. maí 2011 06:00 Mynd úr sýningunni. Mynd/ Hulda Sif Ásmundsdóttir Leiklist. Verði þér að góðu. Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Höfundur: Leikhópurinn Ég og vinir mínir. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson og hópurinn. Flytjendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Gísli Galdur Þorgeirsson, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Gísli Galdur Þorgeirsson. Eftir fyrsta raunverulega sólskinsdaginn var ljúft að bregða sér inn í myrkrið í kassa Þjóðleikhússins og láta virkilega skemmta sér á frumsýningu á laugardaginn. Sýningin Verði þér að góðu er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina. Fastir frasar hnjóta um þröskulda vandræðagangs í tryllingslegum takföstum dansi, ýmist vélrænum eða ofur tónliprum. Hvaða samtöl skipta máli og hvaða samtöl eru bara innantómt hjal og bull og byrjun á einhverju sem á að vera eitthvað annað en verður svo það þriðja og breytist svo kannski í tóna og skjálfandi sveiflur? Hópurinn leggur af stað í rannsóknarferð á föstum samskiptum og frösum og meðferð þeirra er ekki aðeins sprenghlægileg heldur undur fim og flott danssýning um leið og klunnalegar hreyfingar mynda mótvægi við fagmannlegan dans. Hreyfingar eiga stóran þátt í sýningunni og mynda í sjálfum sér heilt tungumál sem stundum er aðeins hljóðskreytt með innskotum orða. Við langborð hittast vinir og sitja þar eins og bráðókunnugt fólk, tala út í loftið en allt sem er sagt er þó svo ofur kunnuglegt. Leikkonurnar Álfrún, Dóra, Saga og Margrét eru hver annarri glæsilegri í glitrandi kjólum sem hristast og skjálfa eins og laufblöð í vindi þegar þær bregða á leik. Flottir búningar hjá Rósu Hrund Kristjánsdóttur. Sveinn Ólafur Gunnarsson lék einhvers konar eiginmann og stundum heldur vandræðalegan mann og stundum pirraðan mann og stundum einhvers konar fulltrúa hins venjulega. Félagi hans Friðgeir Einarsson lenti í heldur vandræðalegri hlutverkum eins og manninum sem át allt upp eftir öðrum og var eins og amaba sem tók form af umhverfinu en eiginleg fastmótuð hlutverk var þó ekki um að ræða. Dóra Jóhannsdóttir er svo hlægileg að hún þarf ekki nema að lyfta augabrúnum, þá liggur salurinn, en í upphafi situr hópurinn og snæðir einhvern fínan eftirrétt þar sem örlítil rjómarönd lendir á vörum og aðeins út á kinn og sá litli matardans var alveg nægjanlegur til þess að fá allan salinn á sitt band. Að ná orði og halda því getur verið vandasamt þegar margir eru saman komnir og hvernig sú glíma getur gengið fyrir sig er snilldarlega unnið af þeim við borðið langa í algeru tilgangsleysi. Misskilningur og oftúlkun í samtali hjóna var einnig óborganlegt þegar hann og hún takast á í meðförum þeirra Sveins og Dóru. Þar var margt sem kom á óvart og byrjunarreitir í dansatriðum gáfu aldrei til kynna hvar eða hvernig þau myndu enda. Margrét Bjarnadóttir var áberandi liðugust, minnti helst á litlu rússnesku fimleikastúlkurnar sem komu hingað á árum áður. Að fylgjast með danstryllingshristingi hennar var spennuþrungið. Álfrún Helga Örnólfsdóttir var eins og marsipanævintýri í sínum fallega bleika kjól, barnshafandi en þó hoppandi og spriklandi eins og hún ætti lífið að leysa. Saga Sigurðardóttir átti getnaðarfulla spretti í sínum fjólubláa glingurkjól með hárið svo ofurrautt og mikið. Hún brá af sér hluta af hárinu á einhverjum tímapunkti og breyttist í trylltan gæðing. Leit að innantómum orðum varð að hljóðum, að tónum sem magnaðir voru upp og stökk þá tónlistarstjórinn Gísli Galdur fram með hljóðnema og nýr rythmi hófst. Eitt aðalviðfangsefnið var þó hvort hægt væri að ögra sjálfum sér, hvort hægt væri að vera frumlegri en nokkur annar hefur nokkurn tíma verið. Kannski var flett upp í uppeldisfræði Piagets í sambandi við hvað maðurinn í raun og veru er, nefnilega allt það sem hann hefur orðið fyrir. Örvæntingarfullar tilraunir til frumlegheita áttu mjög vel við umræður síðustu vikna. Fletirnir voru margir og hugdettur allar kunnuglegar í þessum samskiptadansi sem endaði í einni ferhyrndri mynd. Niðurstaða: Mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning! Fréttir Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist. Verði þér að góðu. Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Höfundur: Leikhópurinn Ég og vinir mínir. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson og hópurinn. Flytjendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Gísli Galdur Þorgeirsson, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Gísli Galdur Þorgeirsson. Eftir fyrsta raunverulega sólskinsdaginn var ljúft að bregða sér inn í myrkrið í kassa Þjóðleikhússins og láta virkilega skemmta sér á frumsýningu á laugardaginn. Sýningin Verði þér að góðu er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina. Fastir frasar hnjóta um þröskulda vandræðagangs í tryllingslegum takföstum dansi, ýmist vélrænum eða ofur tónliprum. Hvaða samtöl skipta máli og hvaða samtöl eru bara innantómt hjal og bull og byrjun á einhverju sem á að vera eitthvað annað en verður svo það þriðja og breytist svo kannski í tóna og skjálfandi sveiflur? Hópurinn leggur af stað í rannsóknarferð á föstum samskiptum og frösum og meðferð þeirra er ekki aðeins sprenghlægileg heldur undur fim og flott danssýning um leið og klunnalegar hreyfingar mynda mótvægi við fagmannlegan dans. Hreyfingar eiga stóran þátt í sýningunni og mynda í sjálfum sér heilt tungumál sem stundum er aðeins hljóðskreytt með innskotum orða. Við langborð hittast vinir og sitja þar eins og bráðókunnugt fólk, tala út í loftið en allt sem er sagt er þó svo ofur kunnuglegt. Leikkonurnar Álfrún, Dóra, Saga og Margrét eru hver annarri glæsilegri í glitrandi kjólum sem hristast og skjálfa eins og laufblöð í vindi þegar þær bregða á leik. Flottir búningar hjá Rósu Hrund Kristjánsdóttur. Sveinn Ólafur Gunnarsson lék einhvers konar eiginmann og stundum heldur vandræðalegan mann og stundum pirraðan mann og stundum einhvers konar fulltrúa hins venjulega. Félagi hans Friðgeir Einarsson lenti í heldur vandræðalegri hlutverkum eins og manninum sem át allt upp eftir öðrum og var eins og amaba sem tók form af umhverfinu en eiginleg fastmótuð hlutverk var þó ekki um að ræða. Dóra Jóhannsdóttir er svo hlægileg að hún þarf ekki nema að lyfta augabrúnum, þá liggur salurinn, en í upphafi situr hópurinn og snæðir einhvern fínan eftirrétt þar sem örlítil rjómarönd lendir á vörum og aðeins út á kinn og sá litli matardans var alveg nægjanlegur til þess að fá allan salinn á sitt band. Að ná orði og halda því getur verið vandasamt þegar margir eru saman komnir og hvernig sú glíma getur gengið fyrir sig er snilldarlega unnið af þeim við borðið langa í algeru tilgangsleysi. Misskilningur og oftúlkun í samtali hjóna var einnig óborganlegt þegar hann og hún takast á í meðförum þeirra Sveins og Dóru. Þar var margt sem kom á óvart og byrjunarreitir í dansatriðum gáfu aldrei til kynna hvar eða hvernig þau myndu enda. Margrét Bjarnadóttir var áberandi liðugust, minnti helst á litlu rússnesku fimleikastúlkurnar sem komu hingað á árum áður. Að fylgjast með danstryllingshristingi hennar var spennuþrungið. Álfrún Helga Örnólfsdóttir var eins og marsipanævintýri í sínum fallega bleika kjól, barnshafandi en þó hoppandi og spriklandi eins og hún ætti lífið að leysa. Saga Sigurðardóttir átti getnaðarfulla spretti í sínum fjólubláa glingurkjól með hárið svo ofurrautt og mikið. Hún brá af sér hluta af hárinu á einhverjum tímapunkti og breyttist í trylltan gæðing. Leit að innantómum orðum varð að hljóðum, að tónum sem magnaðir voru upp og stökk þá tónlistarstjórinn Gísli Galdur fram með hljóðnema og nýr rythmi hófst. Eitt aðalviðfangsefnið var þó hvort hægt væri að ögra sjálfum sér, hvort hægt væri að vera frumlegri en nokkur annar hefur nokkurn tíma verið. Kannski var flett upp í uppeldisfræði Piagets í sambandi við hvað maðurinn í raun og veru er, nefnilega allt það sem hann hefur orðið fyrir. Örvæntingarfullar tilraunir til frumlegheita áttu mjög vel við umræður síðustu vikna. Fletirnir voru margir og hugdettur allar kunnuglegar í þessum samskiptadansi sem endaði í einni ferhyrndri mynd. Niðurstaða: Mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning!
Fréttir Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira