Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming 12. maí 2011 05:45 Þverárfellsréttir Evrópusambandið flytur inn nálægt 300 þúsund tonnum af kjöti árlega og því myndi rúmlega tvö þúsund tonna aukning innflutnings héðan ekki vera nema sem dropi í hafið.Fréttablaðið/Valli Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká
Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira