Golfheimurinn syrgir mikinn meistara 12. maí 2011 03:00 Goðsögn Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni.NordicPhotos/Getty Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira