Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi 12. maí 2011 06:30 Ofbeldi Áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. myndin er sviðsett Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira