Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi 12. maí 2011 06:30 Ofbeldi Áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. myndin er sviðsett Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira