Allt að helmingur af umframkvóta í potta 14. maí 2011 08:00 Breytingar fram undan Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða gerir meðal annars ráð fyrir að talsverðum hluta aflaheimilda í helstu tegundum verði úthlutað í gegnum pottakerfi.Fréttablaðið/Jón Sigurður Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira