Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2011 07:00 Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjánsdóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. Fréttablaðið/Daníel Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.” Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.”
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira