Pólitískar skopparakringlur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. maí 2011 06:00 Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun