Fersk innkoma hjá Gauta Trausti Júlíusson skrifar 8. júlí 2011 10:00 Bara ég með Emmsjé Gauta. Tónlist. Bara ég, Emmsjé Gauti Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta kosti ef við dæmum út frá útgefnum plötum, spilun og sölu. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er búinn að vera lengi að, var til dæmis valinn efnilegasti rapparinn á Rímnaflæði 2003, 14 ára gamall. Hann hefur sent frá sér nokkur lög undanfarin ár, en vakti fyrst verulega athygli í fyrra fyrir lagið Við elskum þessar mellur sem hann gerði með BlazRoca og var á plötunni Kópacabana. Nú er Gauti kominn með sína fyrstu sólóplötu, Bara ég. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út, en Geimsteinn virðist vera eina stóra plötuútgáfan sem sinnir rappinu. Emmsjé Gauti er fínn rappari. Hann hefur ágæta rödd og lipurt flæði. Textarnir eru sjálfhverfir eins og hjá fleiri röppurum, en Gauti kann að koma fyrir sig orði og á oft fína spretti. Tónlistin er mjög poppuð og dansvæn á köflum. Á meðal bestu laganna má nefna Dusta rykið sem Gnúsi Yones gerði taktinn við og Berndsen og Rósa Sometime koma fram í, Blikk blikk sem Ljósvaki samdi, Steinstjarna og Hemmi Gunn sem eru gerð af Redd Lights og Kæra Ester sem fyrrnefndur Gnúsi á heiðurinn af. Á meðal gesta á plötunni eru Blaz Roca sem fer á kostum í laginu Hemmi Gunn, Friðrik Dór sem syngur í Okkar leið og Smári Tarfur sem lætur gítarinn tala í Blikk blikk. Á heildina litið er Bara ég fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda af poppi og rappi. Niðurstaða: Emmsjé Gauti kemur ferskur inn á poppaðri rappplötu. Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Bara ég, Emmsjé Gauti Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta kosti ef við dæmum út frá útgefnum plötum, spilun og sölu. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er búinn að vera lengi að, var til dæmis valinn efnilegasti rapparinn á Rímnaflæði 2003, 14 ára gamall. Hann hefur sent frá sér nokkur lög undanfarin ár, en vakti fyrst verulega athygli í fyrra fyrir lagið Við elskum þessar mellur sem hann gerði með BlazRoca og var á plötunni Kópacabana. Nú er Gauti kominn með sína fyrstu sólóplötu, Bara ég. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út, en Geimsteinn virðist vera eina stóra plötuútgáfan sem sinnir rappinu. Emmsjé Gauti er fínn rappari. Hann hefur ágæta rödd og lipurt flæði. Textarnir eru sjálfhverfir eins og hjá fleiri röppurum, en Gauti kann að koma fyrir sig orði og á oft fína spretti. Tónlistin er mjög poppuð og dansvæn á köflum. Á meðal bestu laganna má nefna Dusta rykið sem Gnúsi Yones gerði taktinn við og Berndsen og Rósa Sometime koma fram í, Blikk blikk sem Ljósvaki samdi, Steinstjarna og Hemmi Gunn sem eru gerð af Redd Lights og Kæra Ester sem fyrrnefndur Gnúsi á heiðurinn af. Á meðal gesta á plötunni eru Blaz Roca sem fer á kostum í laginu Hemmi Gunn, Friðrik Dór sem syngur í Okkar leið og Smári Tarfur sem lætur gítarinn tala í Blikk blikk. Á heildina litið er Bara ég fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda af poppi og rappi. Niðurstaða: Emmsjé Gauti kemur ferskur inn á poppaðri rappplötu.
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira