Lífið

Sýnishornið lofar góðu

Tvíeykið Robert Downey Jr og Jude Law mynda gott spæjarateymi í framhaldsmyndinni Sherlock Holmes: A Game of Shadows.
Tvíeykið Robert Downey Jr og Jude Law mynda gott spæjarateymi í framhaldsmyndinni Sherlock Holmes: A Game of Shadows.
Sýnishorn úr annarri myndinni um breska spæjarann Sherlock Holmes hefur nú litið dagsins ljós og lofar góðu. Myndin sjálf verður ekki frumsýnd fyrr en í desember á þessu ári en það er Robert Downey Jr. sem leikur titilhlutverkið. Frammistaða hans í fyrstu Sherlock Holmes myndinni skilaði honum Golden Globe verðlaunum.

Nýliðinn í myndinni Sherlock Holmes: A Game of Shadows, er einnig nýliði í Hollywood en það er sænska leikkonan Noomi Rapace, Hún sló í gegn sem Lisbeth Salander í Stieg Larsson myndunum. Ef marka má hennar eigin orð um hlutverk sitt í Sherlock Holmes er karakterinn Sim ekki svo langt frá tölvuhakkaranum Lisbeth Salander. „Sim er sígauni og spákona. Svolítið klikkuð og algjör töffari. Mér líkar vel við hana."

Leikstjórinn Guy Pierce leikstýrir myndinni en hann var einnig við stjórnvölinn í fyrri myndinni um Sherlock Holmes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×