Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson 15. júlí 2011 06:30 Vinir og vinnufélagar Sigmundur Bjarnason yfirtollvörður t.v. með fíkniefnahundinn Nelson og hvolpinn Pax og Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður með tíkina Ellu og hvolpinn Clarissu. Fullorðnu hundarnir fara alltaf með sínum mönnum í vinnuna. Fréttablaðið/Vilhelm „Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira