Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir 16. júlí 2011 05:00 hrossabændur Verða gerðir starfsleyfisskyldir verði nýtt frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um dýravelferð að lögum. Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira