Katrín og Kristín hetjurnar 23. júlí 2011 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. Mynd/Hag Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira