Nýtt íslenskt merki 11. ágúst 2011 11:00 Vigfús Þór Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Start tölvuverslun, opnaði vefsíðuna www.dreamware.is þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að velja íhluti í tölvuna eftir eigin þörfum. Mynd/GVA Þetta er nýjung á íslenskum fartölvumarkaði,“ segir Vigfús Þór Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Start. „Viðskiptavinurinn velur sjálfur hvaða íhluti hann vill hafa í tölvunni gegnum vefsíðu og við framleiðum tölvuna hér. Dreamware er því íslenskt vörumerki.“ Á vefsíðunni dreamware.is er hægt að velja milli tveggja mismunandi gerða tölva og raða í hana eftir þörfum. Verð tölvunnar reiknast sjálfkrafa á síðunni svo auðvelt er að fylgjast með hvað pöntunin kostar. Viðskiptavinurinn velur hvaða örgjörva hann vill í tölvuna, vinnsluminni, harðan disk og hvort þeir eru einn eða tveir, stýrikerfi, hvort hann vill vírusvörn eða ekki, hvort tölvan er með geisladrifi eða ekki og þar fram eftir götunum. „Síðan er mjög aðgengileg og það er ekki hægt að velja neitt vitlaust, það er fyrirfram búið að raða saman íhlutum sem passa í tölvuna,“ útskýrir Vigfús. „Hlutirnir eru framleiddir sérstaklega fyrir okkur. Við kaupum þá beint af framleiðandanum og fáum því allt það nýjasta sem völ er á. Í dag látum við framleiða tvö grunnmódel 15 tommu en munum í framhaldinu bjóða upp á fleiri stærðir. Við bjóðum einnig fartölvutryggingar til þriggja ára og fólk velur einnig hvort það vill bæta því við.“ Þeir sem vita hvað þeir þurfa geta sett tölvuna algerlega sjálfir saman á vefnum, en þeim sem þekkja ekki inn á vinnsluminni, örgjörva og harða diska er velkomið að fá aðstoð starfsmanna Start.„Við aðstoðum fólk að sjálfsögðu og getum leitt það gegnum síðuna hér hjá okkur,“ segir Vigfús. Önnur nýjung hjá Start er svokallað wireless display en með því er hægt að senda skjámyndina þráðlaust yfir í sjónvarp. „Þá er hægt að spila bíómynd úr tölvunni á sjónvarpsskjánum heima eða flytja kynningar á fundum og losna við allar snúrur. Það eina sem þarf er lítill móttakari með HDMI-tengi sem fæst í Start,“ segir Vigfús. „Þetta er enginn annar með á markaðnum hér á landi.“ „Við bjóðum einnig fartölvur með tvö skjákort. Eitt fyrir tölvuleiki og annað sem eyðir minna af rafhlöðunni og hentar í vinnuna og í skólann. Með því að ýta á takka skiptir tölvan á milli korta en með þessu lengist ending rafhlöðunnar um allt að þrjá tíma,“ útskýrir Vigfús. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verslunarinnar start.is. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Þetta er nýjung á íslenskum fartölvumarkaði,“ segir Vigfús Þór Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Start. „Viðskiptavinurinn velur sjálfur hvaða íhluti hann vill hafa í tölvunni gegnum vefsíðu og við framleiðum tölvuna hér. Dreamware er því íslenskt vörumerki.“ Á vefsíðunni dreamware.is er hægt að velja milli tveggja mismunandi gerða tölva og raða í hana eftir þörfum. Verð tölvunnar reiknast sjálfkrafa á síðunni svo auðvelt er að fylgjast með hvað pöntunin kostar. Viðskiptavinurinn velur hvaða örgjörva hann vill í tölvuna, vinnsluminni, harðan disk og hvort þeir eru einn eða tveir, stýrikerfi, hvort hann vill vírusvörn eða ekki, hvort tölvan er með geisladrifi eða ekki og þar fram eftir götunum. „Síðan er mjög aðgengileg og það er ekki hægt að velja neitt vitlaust, það er fyrirfram búið að raða saman íhlutum sem passa í tölvuna,“ útskýrir Vigfús. „Hlutirnir eru framleiddir sérstaklega fyrir okkur. Við kaupum þá beint af framleiðandanum og fáum því allt það nýjasta sem völ er á. Í dag látum við framleiða tvö grunnmódel 15 tommu en munum í framhaldinu bjóða upp á fleiri stærðir. Við bjóðum einnig fartölvutryggingar til þriggja ára og fólk velur einnig hvort það vill bæta því við.“ Þeir sem vita hvað þeir þurfa geta sett tölvuna algerlega sjálfir saman á vefnum, en þeim sem þekkja ekki inn á vinnsluminni, örgjörva og harða diska er velkomið að fá aðstoð starfsmanna Start.„Við aðstoðum fólk að sjálfsögðu og getum leitt það gegnum síðuna hér hjá okkur,“ segir Vigfús. Önnur nýjung hjá Start er svokallað wireless display en með því er hægt að senda skjámyndina þráðlaust yfir í sjónvarp. „Þá er hægt að spila bíómynd úr tölvunni á sjónvarpsskjánum heima eða flytja kynningar á fundum og losna við allar snúrur. Það eina sem þarf er lítill móttakari með HDMI-tengi sem fæst í Start,“ segir Vigfús. „Þetta er enginn annar með á markaðnum hér á landi.“ „Við bjóðum einnig fartölvur með tvö skjákort. Eitt fyrir tölvuleiki og annað sem eyðir minna af rafhlöðunni og hentar í vinnuna og í skólann. Með því að ýta á takka skiptir tölvan á milli korta en með þessu lengist ending rafhlöðunnar um allt að þrjá tíma,“ útskýrir Vigfús. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verslunarinnar start.is.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira