Reynt að róa fjárfesta í Frakklandi 12. ágúst 2011 00:01 Áhyggjur Fjárfestar á evrópskum mörkuðum hafa verið á nálum út af stöðu franskra banka og hefur Société Générale til dæmis fallið skarpt í verði. Fréttablaðið/AP Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira