Frábær lagasmiður sem á nóg inni Trausti Júlíusson skrifar 17. ágúst 2011 10:00 Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira