Ábyrgðin er okkar 20. ágúst 2011 06:00 dagur B. Eggertsson Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira