Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð 20. ágúst 2011 02:30 „Hvaðefsaga“ lesin Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu.fréttablaðið/gva „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira