Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum 24. ágúst 2011 04:00 Vestmannaeyjahöfn í gær Maðurinn var hífður upp úr lestinni og var þá kominn til meðvitundar. fréttablaðið/óskar Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum