Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju 25. ágúst 2011 02:30 Minnast Baráttukonu Anna Politkovskaja, sem var myrt árið 2006, er orðin að eins konar táknmynd fyrir baráttu gegn spillingu og ofbeldi gegn andófsfólki í Rússlandi. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj
Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent