Kostar bankann 25 milljarða 25. ágúst 2011 06:00 Steinþór Pálsson Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. Í umsögn bankans um frumvarpið, sem undirrituð er af Steinþóri, er gert ráð fyrir því að einhver fyrirtæki í greininni verði gjaldþrota. Þar segir að jafnvel þó að engin fyrirtæki fari í þrot muni bankinn tapa um 19,5 milljörðum. Það er mat bankans að endurskoða þurfi frumvarp sjávarútvegsráðherra frá grunni þar sem það muni að óbreyttu skerða hagkvæmni í sjávarútveginum og rýra lífskjör í landinu. Í umsögn bankans segir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafi lagt að að veði sem tryggingu fyrir lánum frá bankanum hafi að langstærstum hluta byggst á aflaheimildum, þó með óbeinum hætti sé. Frumvarpið kippi fótum undan þeim möguleika, og geri þar með fjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja erfiðari og dýrari. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að útvegsmenn fái heimild til að nýta auðlindina til 15 ára, með möguleika á átta ára framlengingu. Sá tími er allt of stuttur og í engu samræmi við þá langtímafjármögnun sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á að halda, segir í umsögn Landsbankans. Áætlað tap bankans skýrist að mestu af því að bankinn gerir ekki ráð fyrir áframhaldandi tekjum að 15 árum liðnum. Það sé varúðarráðstöfun þar sem óvíst sé með öllu að fyrirtækin fái áframhaldandi heimildir til fiskveiða. - bj Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. Í umsögn bankans um frumvarpið, sem undirrituð er af Steinþóri, er gert ráð fyrir því að einhver fyrirtæki í greininni verði gjaldþrota. Þar segir að jafnvel þó að engin fyrirtæki fari í þrot muni bankinn tapa um 19,5 milljörðum. Það er mat bankans að endurskoða þurfi frumvarp sjávarútvegsráðherra frá grunni þar sem það muni að óbreyttu skerða hagkvæmni í sjávarútveginum og rýra lífskjör í landinu. Í umsögn bankans segir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafi lagt að að veði sem tryggingu fyrir lánum frá bankanum hafi að langstærstum hluta byggst á aflaheimildum, þó með óbeinum hætti sé. Frumvarpið kippi fótum undan þeim möguleika, og geri þar með fjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja erfiðari og dýrari. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að útvegsmenn fái heimild til að nýta auðlindina til 15 ára, með möguleika á átta ára framlengingu. Sá tími er allt of stuttur og í engu samræmi við þá langtímafjármögnun sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á að halda, segir í umsögn Landsbankans. Áætlað tap bankans skýrist að mestu af því að bankinn gerir ekki ráð fyrir áframhaldandi tekjum að 15 árum liðnum. Það sé varúðarráðstöfun þar sem óvíst sé með öllu að fyrirtækin fái áframhaldandi heimildir til fiskveiða. - bj
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira