Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga 25. ágúst 2011 04:45 Fiskveiðar Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi.Fréttablaðið/GVA Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir.
Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00