Ingalls-krakki á nýrri braut 25. ágúst 2011 18:00 á uppleið Þrátt fyrir að hafa verið lengi að í Hollywood má kannski segja að ferill Jasons Bateman stefni upp um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Change-Up. Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira