Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda 26. ágúst 2011 04:00 Eggert Benedikt Guðmundsson Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira