Óttast um 50 þúsund fanga 29. ágúst 2011 00:00 ekkert rennandi vatn Íbúar höfuðborgar Líbíu, Trípólí, ná sér í vatn á birgðastöð. Ekkert rennandi vatn er í borginni og innviðir stjórnkerfisins eru rjúkandi rústir.nordicphotos/afp Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira