Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað 29. ágúst 2011 06:00 Farið á rúntinn Það er mikið frelsi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að niðurnegla tilveruna í tímatöflu með aðstoðarmanni og bílstjóra en geta sjálfur farið inn í bíl og brunað til Skagafjarðar þegar sú ramma taug togar í.fréttablaðið/valli Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn. Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn.
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira