Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds 29. ágúst 2011 07:00 Katrín Júlíusdóttir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira