Frumkvæði og umhyggja fyrir viðskiptavinum 31. ágúst 2011 11:00 Jóhann segir mikilvægt að sýna frumkvæði í þjónustu við fyrirtæki, í stað þess að bíða eftir því að þau hafi samband. Mynd/GVA Þjónusta við fyrirtæki þarf að vera persónuleg og það er okkar hlutverk að laga okkur að þörfum þeirra. Okkar sérstaða hefur falist í sérsniðnum fjarskiptalausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og okkur er mikið í mun að standa okkur vel,“ segir Jóhann Másson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Vodafone. Hann segir hlutdeild Vodafone á fyrirtækjamarkaði hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og staðan sé mjög sterk. „Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins hafa valið okkur; orkufyrirtæki, bankar, trygginga- og olíufélög, smásölurisar og sex af sjö stærstu sveitarfélögum landsins svo dæmi séu nefnd. Okkur þykir vænt um að mikilvægar stofnanir í samfélaginu treysti okkur fyrir svo mikilvægum þætti í sinni starfseminni,“ bætir hann við.Krónísk sjálfsskoðun Jóhann segir það skipta miklu máli, að fyrirtæki sem þjónusta önnur haldi sér á tánum og sofni aldrei á verðinum. „Samkeppnin á fjarskiptamarkaðnum er hörð og ef við stöndum okkur ekki, þá er viðbúið að viðskiptavinirnir leiti annað. Við getum ekki leyft okkur neina sjálfumgleði og þurfum stöðugt að skoða okkar vinnulag í þeim tilgangi að bæta þjónustuna. Með krónískri sjálfsskoðun og vilja til að gera alltaf betur getum við eignast ánægðustu viðskiptavini á Íslandi og það er markmiðið sem drífur okkur áfram,” segir Jóhann. „Liður í því er að bjóða þjónustu í takt við þarfir viðkomandi viðskiptavinar óháð atvinnugrein og stærð“Tækifæri í breyttum aðstæðum Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi hefur um margt verið erfitt á undanförnum árum. Jóhann segir þá staðreynd koma fram með ýmsum hætti. „Fyrirtæki leggja nú meira upp úr því en áður að fjarskiptakostnaðurinn sé gegnsær og starfsmenn þeirra geti ekki stofnað til óvænts kostnaðar. Við höfum komið til móts við þær þarfir með því að bjóða fast verð fyrir tiltekna þjónustu, þar sem notkun er innifalin í föstu mánaðarlegu gjaldi. Það hefur mælst vel fyrir, auk þess sem við aðstoðum fyrirtæki við að hagræða með öðrum hætti. Við reynum að finna hagkvæmustu þjónustuleiðina fyrir hvert og eitt þeirra og getum boðið margvíslegar lausnir. Til dæmis hafa stór og smá fyrirtæki hætt rekstri á eigin símstöðvum og falið okkur að annast þá hlið rekstrarins gegnum svokallað Símaský Vodafone. Þar er í rauninni um að ræða hýsta stafræna símstöð (online), sem er rekin í okkar kerfum og viðskiptavinurinn þarf ekki að fjárfesta í dýrum búnaði með tilfallandi rekstrarkostnaði.“Traust er forsenda fyrir góðu viðskiptasambandi Jóhann segir mikilvægt að sýna frumkvæði í þjónustu við fyrirtæki, í stað þess að bíða eftir því að þau hafi samband. „Við lítum svo á að það sé sameiginlegur hagur okkar og viðskiptavina að þeir fái góða þjónustu á sanngjörnu verði, að viðskiptin séu gagnsæ og fyrirtæki noti þær þjónustuleiðir sem henta þeim best. Þannig skapast heilbrigt og gott viðskiptasamband sem báðir aðilar njóta góðs af til langs tíma.“ Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Þjónusta við fyrirtæki þarf að vera persónuleg og það er okkar hlutverk að laga okkur að þörfum þeirra. Okkar sérstaða hefur falist í sérsniðnum fjarskiptalausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og okkur er mikið í mun að standa okkur vel,“ segir Jóhann Másson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Vodafone. Hann segir hlutdeild Vodafone á fyrirtækjamarkaði hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og staðan sé mjög sterk. „Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins hafa valið okkur; orkufyrirtæki, bankar, trygginga- og olíufélög, smásölurisar og sex af sjö stærstu sveitarfélögum landsins svo dæmi séu nefnd. Okkur þykir vænt um að mikilvægar stofnanir í samfélaginu treysti okkur fyrir svo mikilvægum þætti í sinni starfseminni,“ bætir hann við.Krónísk sjálfsskoðun Jóhann segir það skipta miklu máli, að fyrirtæki sem þjónusta önnur haldi sér á tánum og sofni aldrei á verðinum. „Samkeppnin á fjarskiptamarkaðnum er hörð og ef við stöndum okkur ekki, þá er viðbúið að viðskiptavinirnir leiti annað. Við getum ekki leyft okkur neina sjálfumgleði og þurfum stöðugt að skoða okkar vinnulag í þeim tilgangi að bæta þjónustuna. Með krónískri sjálfsskoðun og vilja til að gera alltaf betur getum við eignast ánægðustu viðskiptavini á Íslandi og það er markmiðið sem drífur okkur áfram,” segir Jóhann. „Liður í því er að bjóða þjónustu í takt við þarfir viðkomandi viðskiptavinar óháð atvinnugrein og stærð“Tækifæri í breyttum aðstæðum Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi hefur um margt verið erfitt á undanförnum árum. Jóhann segir þá staðreynd koma fram með ýmsum hætti. „Fyrirtæki leggja nú meira upp úr því en áður að fjarskiptakostnaðurinn sé gegnsær og starfsmenn þeirra geti ekki stofnað til óvænts kostnaðar. Við höfum komið til móts við þær þarfir með því að bjóða fast verð fyrir tiltekna þjónustu, þar sem notkun er innifalin í föstu mánaðarlegu gjaldi. Það hefur mælst vel fyrir, auk þess sem við aðstoðum fyrirtæki við að hagræða með öðrum hætti. Við reynum að finna hagkvæmustu þjónustuleiðina fyrir hvert og eitt þeirra og getum boðið margvíslegar lausnir. Til dæmis hafa stór og smá fyrirtæki hætt rekstri á eigin símstöðvum og falið okkur að annast þá hlið rekstrarins gegnum svokallað Símaský Vodafone. Þar er í rauninni um að ræða hýsta stafræna símstöð (online), sem er rekin í okkar kerfum og viðskiptavinurinn þarf ekki að fjárfesta í dýrum búnaði með tilfallandi rekstrarkostnaði.“Traust er forsenda fyrir góðu viðskiptasambandi Jóhann segir mikilvægt að sýna frumkvæði í þjónustu við fyrirtæki, í stað þess að bíða eftir því að þau hafi samband. „Við lítum svo á að það sé sameiginlegur hagur okkar og viðskiptavina að þeir fái góða þjónustu á sanngjörnu verði, að viðskiptin séu gagnsæ og fyrirtæki noti þær þjónustuleiðir sem henta þeim best. Þannig skapast heilbrigt og gott viðskiptasamband sem báðir aðilar njóta góðs af til langs tíma.“
Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira